top of page
TÍMASETNINGAR:

Það er mjög mikilvægt að velja tímann vel þegar farið er til Svalbarða. Í maí er enn of mikill snjór víða og hitinn er ekki nema 10 gráður um miðjan júlí. Flug getur verið dýrt ef ekki er pantað tímanlega.

FERÐALAGIÐ:

 

Í júní 2013 brá ég mér til Svalbarða, hafði lengi langað að berja eyjuna augum og helst fá að skoða Rússnesku byggðir eyjunar auk höfuðstaðarins Longyearbyen.

 

Tækifærið gafst í júní 2013 með Norwegian flugi frá Osló þann 10. júní á meðan Ágústa dvaldi hjá vinkonu sinni í Notodden og í Osló. Gisting í Longyearbyen er frekar dýr og ég fékk að tjalda á tjaldstæðinu fyrir neðan flugvöllinn 4 km fyrir utan Longyearbyen, sýndist ég vera fyrsti gesturinn það sumarið. Þó tjaldstæðið væri enn frekar blautt og hitinn fór niður að frostmarki yfir næturnar varð dvölin ágæt. 

 

Ég fór í tvær bátsferðir sitt hvorn daginn, annars vegar til Pyramiden og hins vegar til Barentsburg, báðar gamlar Rússneskar byggðir sem eru í endurreisn eftir fall Sovétríkjanna. 

 

Annars fór ég fótgangandi en síðasta daginn leigði ég bíl og keyrði þessa fáu vegarspotta sem til eru á eyjunni. Hægt er að keyra innst inn í Adventdalen annars vegar og upp á fjall þar fyrir ofan en hins vegar fram hjá flugvellinum stutta leið.

 

Allt á Svalbarða er dýrt, matur, gisting, farartæki, skoðunarferðir, sama hvað er. Allt saman vel þess virði.

11/06/2013
-
17/06/2013
 
Longyearbyen - Barentsburg - Pyramiden

SVALBARÐI - júní 2013

6
dagar
  • Google+ Basic Black
  • Twitter Basic Black
  • Facebook Basic Black
bottom of page